Kofi Annan heldur til Moskvu

Kofi Annan, sérlegur erindreki í málefnum Sýrlands.
Kofi Annan, sérlegur erindreki í málefnum Sýrlands. AFP

Kofi Annan, sérlegur erindreki í málefnum Sýrlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun á þriðjudag eiga fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um málefni Sýrlands.

Fundurinn verður haldinn í Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Rússar hafa verið hvattir til að styðja stjórnarbreytingar í Sýrlandi en hafa ekki viljað verða við þeim kröfum hingað til. Hafa Rússar áður lýst því yfir að þeir leggist gegn utanaðkomandi þrýstingi til að knýja á um stjórnarskipti í landinu.

Annan kemur til Moskvu á morgun en búist er við að hann ræði einnig við utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov.

Í dag héldu svo áfram linnulausar árásir stjórnarhersins í Sýrlandi. Gerðar voru harðar árásir á borgirnar Deir Ezzor og Homs auk svæða innan Hama-héraðs.

Talið er að minnst níu hafi látist í árásunum sem sagðar eru mjög harðar en stjórnarherinn notaðist m.a. við stórskotalið, herþyrlur og flugskeyti.

Kort af Sýrlandi
Kort af Sýrlandi mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert