Olíuverðsamráð í Bretlandi?

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Reuters

Hundrað breskir þingmenn hafa skorað á Englandsbanka að láta rannsaka hvort eitthvað sé hæft í grunsemdum um að olíufélögin hafi haft með sér samráð um verð á kostnað neytenda. Tilmælin koma í kjölfar skýrslu þar sem því er lýst hvernig hafa megi áhrif á verðið.

Breska dagblaðið Daily Telegraph fjallar um málið en þar segir að í nýrri skýrslu sem var unnin fyrir G20-ríkin komi fram að nokkrir aðilar í sölukeðjunni séu í aðstöðu til að hafa óeðlileg áhrif á verðið.

Miðlarar frá bönkum, olíufélögin og vogunarsjóðir hafi hag af því að hafa óeðlileg áhrif á verðmyndunina. Er til dæmis bent á að bönkum og olíufélögum sé í sjálfsvald sett hvaða viðskipti sé upplýst um en upplýsingar hafa áhrif á greiningu á markaði og væntingar markaðarins um verðmyndun. 

Umræðan um olíuverðið fylgir í kjölfar Libor-vaxta-hneykslisins í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka