Enn logar á Tenerife

Slökkviliðsmenn berjast við skógereldana á Tenerife.
Slökkviliðsmenn berjast við skógereldana á Tenerife. AFP

Enn loga skógar­eld­ar á Teneri­fe á Kana­ríeyj­um og áætlað er að þeir nái nú yfir um 1.800 hekt­ara svæði. Eld­arn­ir kviknuðu í gær og hafa breiðst hratt út. Þeir eru nú um hálf­an kíló­metra frá þjóðgarðinum Parque Nacional del Teide og virðast stefna í átt að Tacande-svæðinu sem er býsna þétt­býlt.

Litl­um sög­um fer af tjóni en sam­kvæmt frétt á vefsíðunni Can­aries News hlaut slökkviliðsmaður bruna­sár og tveir bíl­ar hafa skemmst. Um eitt hundrað manns hef­ur verið gert að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Nokk­ur fjöldi Íslend­inga er á svæðinu, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ferðaskrif­stof­unni Sum­ar­ferðum hafa eld­arn­ir eng­in áhrif á dvöl þeirra að svo stöddu. Þar feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að far­ar­stjór­ar á staðnum teldu enga hættu á ferðum og að all­ir farþegar á veg­um Sum­ar­ferða væru ör­ugg­ir.

 Afar heitt er á Teneri­fe og ná­læg­um slóðum, eða hátt í 40°C.  

Frétt mbl.is: Skógar­eld­ar á Teneri­fe

Frá bænum Tijoco Alto á Tenerife.
Frá bæn­um Tijoco Alto á Teneri­fe. AFP
Skógareldar geisa nú á eyjunni Tenerife.
Skógar­eld­ar geisa nú á eyj­unni Teneri­fe. AFP
Skógareldarnir á Tenerife, séð frá bænum Adeje.
Skógar­eld­arn­ir á Teneri­fe, séð frá bæn­um Adeje. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert