Hermenn berjast við elda á Tenerife

Þyrlur varpa vatni á skógareldana á spænsku eyjunni Tenerife.
Þyrlur varpa vatni á skógareldana á spænsku eyjunni Tenerife. AFP

Rúm­lega eitt hundrað her­menn í spænska hern­um hafa nú sleg­ist í lið með slökkviliðsmönn­um á eyj­unni Teneri­fe, sem er ein af Kana­ríeyj­un­um, en þar hafa skógar­eld­ar geisað síðan í gær. 

Afar heitt er á þess­um slóðum og tor­veld­ar það nokkuð slökkvistarf. Litl­um sög­um fer af skemmd­um á mann­virkj­um og eng­ar spurn­ir hafa borist af slys­um á fólki.

Nokk­ur vind­ur er á svæðinu og er ótt­ast að eld­arn­ir muni breiða enn frek­ar úr sér, en nú þegar er talið að meira en 1.800 hekt­ar­ar lands hafi orðið und­ir eld­in­um, sam­kvæmt frétt frétt­asíðunn­ar Can­aries News.

Frétt mbl.is: Enn log­ar á Teneri­fe

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert