Rúmlega eitt hundrað hermenn í spænska hernum hafa nú slegist í lið með slökkviliðsmönnum á eyjunni Tenerife, sem er ein af Kanaríeyjunum, en þar hafa skógareldar geisað síðan í gær.
Afar heitt er á þessum slóðum og torveldar það nokkuð slökkvistarf. Litlum sögum fer af skemmdum á mannvirkjum og engar spurnir hafa borist af slysum á fólki.
Nokkur vindur er á svæðinu og er óttast að eldarnir muni breiða enn frekar úr sér, en nú þegar er talið að meira en 1.800 hektarar lands hafi orðið undir eldinum, samkvæmt frétt fréttasíðunnar Canaries News.
Frétt mbl.is: Enn logar á Tenerife