Mega ekki giftast af ást

00:00
00:00

Bæj­ar­ráð í þorpi í suður­hluta Ind­lands hef­ur bannað fólki að gift­ast af ást og kon­um und­ir fer­tugu að versla ein­ar og nota farsíma á al­manna­færi. Bannið hef­ur ekk­ert laga­legt gildi en er engu að síður talið hafa mik­il áhrif. Lög­regl­an er að rann­saka málið.

Flest­ir íbú­ar þorps­ins As­ara í Utt­ar Pra­desh-héraði eru mús­lím­ar. Í regl­um sem bæj­ar­ráðið hef­ur samþykkt er einnig kveðið á um að kon­ur skuli hylja and­lit sitt á al­manna­færi.

Inn­an­rík­is­ráðherra Ind­lands, P. Chi­dambaram, for­dæm­ir regl­urn­ar og seg­ir þær ekki eiga heima í lýðræðis­sam­fé­lagi. „Lög­regl­an verður að bregðast við öll­um slík­um regl­um. Ef ein­hver grip­ur til aðgerða gegn ung­um körl­um eða kon­um vegna ólög­legra reglna verður sá hinn sami hand­tek­inn,“ seg­ir ráðherr­ann.

Í bæj­ar­ráðum eins og því sem ræður ríkj­um í þorp­inu As­ara sitja oft öld­ung­ar sem tald­ir eru veita and­lega leiðsögn fyr­ir íbú­ana.

Þó að regl­urn­ar hafi ekk­ert laga­legt gildi hafa þær gríðarlega mik­il áhrif á hegðun íbú­anna. Þær hafa m.a. verið notaðar til að rétt­læta heiðurs­morð á kon­um sem sagðar eru hafa kallað skömm yfir fjöl­skyldu sína.

Kven­rétt­inda­sam­tök hafa foræmt regl­urn­ar sem m.a. miða að því að banna kon­um að vera ein­ar á al­manna­færi. Sam­tök­in segja slíkt bann merki um mikla karlrembu sem grafi und­an eðli­leg­um gild­um sam­fé­lags­ins. Aðrir hafa sagt regl­urn­ar hreint út sagt hlægi­leg­ar enda mark­laus­ar með öllu.

Ungu fólki er einnig sam­kvæmt regl­un­um bannað að gift­ast af ást, en hjóna­bönd sem for­eldr­ar brúðhjón­anna ákveða fyr­ir­fram og semja um eru upp­haf­in. Bæj­ar­ráðið seg­ir „ást­ar-hjóna­bönd­in“ eyðileggj­andi og til skamm­ar. „Ástar­hjóna­bönd eru mjög sárs­auka­full fyr­ir for­eldr­ana, sér­stak­lega fjöl­skyld­ur stúlkn­anna. Slík hjóna­bönd draga úr virðingu fólks­ins,“ seg­ir Satt­ar Ah­med, sem sit­ur í bæj­ar­ráðinu.

Íbúar þorps­ins eru sjálf­ir sagðir ánægðir með regl­urn­ar sem þeir segja hjálpa til við að halda ung­um stúlk­um á beinu braut­inni.

„Farsím­ar eru bölv­un, sér­stak­lega fyr­ir stúlk­ur. Ég hefði verið enn ánægðari ef bæj­ar­ráðið hefði bannað stúlk­um með öllu að nota farsíma,“ seg­ir þorps­bú­inn Tar­un Chaudhary.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert