Sprenging varð í skipi á Atlantshafi

Enn logar í flutningaskipinu MSC Flaminia.
Enn logar í flutningaskipinu MSC Flaminia. Skjáskot/odin.tc

Flutn­inga­skipið MSC Flam­inia rek­ur nú um Atlants­haf, um þúsund sjó­míl­ur frá landi, eft­ir að spreng­ing varð í lest­ar­rými þess á laug­ar­dag. Enn stíg­ur mik­ill og svart­ur reyk­ur frá skip­inu en ekki er bú­ist við að drátt­ar­bát­ur með búnaði til að berj­ast við eld­inn komi að fyrr en á morg­un. Einn úr áhöfn­inni er lát­inn, ann­ar á gjör­gæslu­deild og eins er saknað.

Neyðarkall barst frá skip­inu á laug­ar­dags­morg­un þegar það var svo gott sem mitt á milli Kan­ada og Bret­lands­eyja. Skipið sem sigl­ir und­ir þýsk­um fána var á leið frá aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna til Antwerpen í Belg­íu. Ekki er vitað hvers vegna spreng­ing varð í lest­ar­rým­inu en í kjöl­far henn­ar kviknaði mik­ill eld­ur.

Áhöfn 25 manna yf­ir­gaf skipið í skyndi, fyr­ir utan einn sem er saknað og tal­inn af, og var þeim bjargað um borð í olíu­flutn­inga­skipið VLCC DS Crown. Ekki reynd­ist unnt að not­ast við björg­un­arþyrl­ur vegna þess hversu langt skipið var frá landi.

Fjór­ir slösuðust og voru þeir síðar flutt­ir yfir í flutn­inga­skipið MSC Stella þar sem einn lést af bruna­sár­um sín­um. Hinir þrír voru flutt­ir frá Stellu með þyrlu til Asor-eyja, einn af þeim ligg­ur í lífs­hættu á gjör­gæslu­deild.

MSC Flam­inia er 85,823 tonna skip sem tek­ur 6,750 tutt­ugu feta gáma. Það er nærri þrjú hundruð metra langt og fjöru­tíu metra breitt.

MSC Flaminia var statt þar sem græna örin er þegar …
MSC Flam­inia var statt þar sem græna örin er þegar neyðarkallið barst. Skjá­skot/​Goog­leMaps
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert