Misþyrmdu vinkonu sinni í átta tíma

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fimm ungar konur voru dæmdar í héraðsdómi í Ósló í Noregi í dag fyrir að hafa tekið sjöttu konuna til fanga, haldið henni á heimili einnar þeirra í átta klukkustundir og misþyrmt henni á ýmsan hátt í júlí í fyrra. Konurnar hugðust hefna þess að konan hafði tilkynnt lögreglu athæfi þriggja þeirra nokkru áður.

Þær höfðu allar sex verið vinkonur um hríð og eru á aldrinum 19-20 ára.

Allan tímann sem konan var í haldi „vinkvenna“ sinna misþyrmdu þær henni; þær börðu hana með flösku, spörkuðu í hana, tóku hana kverkataki og spörkuðu í maga hennar þannig að rifbein brotnuðu. Að auki þvinguðu þær hana til ýmissa athafna. Konunni tókst að laumast út þegar hinar sofnuðu. 

Konurnar voru dæmdar í sex til sjö mánaða fangelsi og er hluti þess skilorðsbundinn.

Frétt Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert