Saumnálar í samlokum

Ein véla flugfélagsins Delta.
Ein véla flugfélagsins Delta. AFP

Saumnálar fundust í samlokum í fjórum mismunandi flugferðum Delta-flugfélagsins á leið frá Amsterdam í dag. Hefur a.m.k. einn farþegi verið settur á lyf við mögulegri sýkingu en nál stakkst í góm hans þegar hann beit í eina samlokuna.

Þykir málið hið einkennilegasta í alla staði en nálar fundust í sex mismunandi samlokum í fjórum mismunandi flugvélum, sem allar voru á leið til mismunandi áfangastaða í Bandaríkjunum. Vinna lögregluyfirvöld í Hollandi og Bandaríkjunum nú að rannsókn málsins að sögn AFP-fréttaveitunnar, í samvinnu við flugfélagið og veitingafyrirtæki þess á Schiphol-flugvelli. 

Á meðan rannsókn fer fram hefur samlokum verið skipt út fyrir pitsur hjá Delta í Amsterdam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert