Árás gerð á þjóðaröryggisráðið

Árás var gerð á byggingu sem hýsir þjóðaröryggisráð Sýrlands í Damaskus fyrir skömmu. Samkvæmt fréttum sýrlenska sjónvarpsins er um sjálfsvígsárás að ræða en byggingin er í hjarta borgarinnar.

Bardagar standa yfir víðsvegar um höfuðborgina og er orðið fátt sem minnir á fyrri fegurð borgarinnar. Á vef BBC kemur fram að vegatálmar við forsetahöllina séu í ljósum logum.

Lykilfólk hjá Sameinuðu þjóðunum reynir nú að telja Rússa og Kínverja á að samþykkja að herða refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi en greidd verða atkvæði um aðgerðir gegn landinu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðar í dag.

Sérlegur erindreki SÞ, Kofi Annan, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín, í Moskvu á meðan framkvæmdastjóri SÞ, Ban Ki-moon, átti fund með leiðtoga Kína, Hu Jintao, í Peking.

Damaskus í Sýrlandi
Damaskus í Sýrlandi AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert