„Gjörsamlega óbærilegar“ kúabjöllur

Bjöllur kúnna ómuðu allan sólarhringinn og þóttu ná því stigi …
Bjöllur kúnna ómuðu allan sólarhringinn og þóttu ná því stigi að vera óbærilegar þegar kýrnar fengu sér vatnssopa á nóttunni og slógu bjöllunum þá bjöllunum ítrekað utan í vatnstrog úr stáli. mbl.is

Kúabjöllur geta kallað fram hugljúfa drauma um rósemd í Ölpunum en austurrískur bóndi hefur nú verið sektaður um 100 evrur af yfirvöldum vegna þess að bjöllur hjarðar hans séu of hávaðasamar.

Tvær fjölskyldur í þorpinu Stallhofen stefndu bóndanum og kúabjöllum hans fyrir dómstóla og fóru með sigur af hólmi.

„Dómstóllinn úrskurðaði að bjöllurnar sem bóndinn hengdi á kýrnar sínar væru gjörsamlega óbærilegar fyrir nágranna hans,“ sagði Gerhard Goedl dómsforseti í samtali við fréttastofu AFP.

Dómarinn sagði jafnframt að vandamálið hefði falist í því að bjöllurnar hefðu einnig slegist utan í vatnstrog úr stáli þegar kýrnar svöluðu þorstanum að næturlagi.

Bóndinn féllst hvorki á að fjarlægja bjöllurnar né trogið í ljósi þess að bjöllurnar væru þjóðlegar. Dómstóllinn hafnaði hins vegar áfrýjun hans og sagði að engin þörf væri á slíkum bjöllum í grennd við íbúðarsvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert