„Fólk stundar kynlíf á ótrúlegustu stöðum“

Um 150 þúsund smokkum verður dreift til íþróttamanna á ólympíuleikunum …
Um 150 þúsund smokkum verður dreift til íþróttamanna á ólympíuleikunum í London. AFP

Forsvarsmenn Ólympíuleikanna í London hafa tekið þá umdeildu ákvörðun að dreifa rúmlega 150.000 smokkum til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í mótinu nú í ágúst. Smokkunum verður dreift til þúsunda íþróttamanna í þeim tilgangi að stuðla að öruggu kynlífi. Margir íþróttamenn styðja þessa ákvörðun en gagnrýnendur ákvörðunarinnar segja þetta stuðli að óæskilegri hegðun.

„Mikið kynlíf á sér stað. Fólk stundar kynlíf á ótrúlegustu stöðum. Jafnvel á grasinu og á milli bygginga. Þetta er ekki eins og á öðrum stöðum. Þarna er saman komið fólk sem á mikið sameiginlegt. Það er auðvelt að hefja samræður við aðra íþróttamenn á þessum viðburði,“ segir Hope Solo, landsliðsmarkmaður Bandaríkjanna í fótbolta. 

Ryan Lochte, atvinnumaður í sundi, tekur þátt í mótinu í þriðja sinn í ágúst. Hann segir kynferðislega spennu milli keppenda meiri en gengur og gerist. „Ég myndi halda að meirihluti keppenda tæki þátt í einhvers konar kynlífsathöfn á mótinu. Hlutfallslega eru þetta um 75% keppenda,“ segir Ryan, en hann sér ekkert að því að keppendur stundi frjálst kynlíf sín á milli á mótinu.  

„Íþróttamenn mæta einbeittir á mótið og um leið og þeir hafa skilað sínu fara þeir og skemmta sér,“ segir John Godina, keppandi í kúluvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert