75% Norðmanna vilja ekki í ESB

Tæplega 75% Norðmanna vilja ekki ganga í ESB, samkvæmt nýlegri …
Tæplega 75% Norðmanna vilja ekki ganga í ESB, samkvæmt nýlegri könnun. mbl.is/Hjörtur

74,8% Norðmanna segja nei við aðild Noregs að Evrópusambandinu samkvæmt nýlegri könnun þar í landi. 17,2% Norðmanna vilja inngöngu í ESB.

Þetta eru svipaðar niðurstöður og hafa verið í Noregi undanfarna mánuði.

Það vekur athygli að 69% stuðningsmanna Hægri, þess flokks sem mest hefur barist fyrir inngöngunni í ESB, vilja ekki að Noregur gangi í ESB. Það eru 5% fleiri en í síðustu skoðanakönnun í mars.

Þetta kom fram í frétt á fréttavefnum Nationen í Noregi um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert