Holmes leiddur fyrir dómara

James Holmes sem drap 12 í skotárás í kvikmyndahúsi, í …
James Holmes sem drap 12 í skotárás í kvikmyndahúsi, í réttarsalnum í dag. AFP

James Hol­mes, 24 ára gam­all Banda­ríkjamaður sem grunaður er um að hafa skotið 12 manns til bana í kvik­mynda­húsi í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag, var leidd­ur fyr­ir rétt í fyrsta skipti í dag.

Hol­mes var með app­el­sínu­gult hár og klædd­ur í fanga­bún­ing og virt­ist þreytu­leg­ur og fjar­huga við rétt­ar­höld­in í Centennial. Hann starði fjar­rænn fram fyr­ir sig á meðan lög­fræðing­ar ræddu um meðferð máls­ins við dóm­ara. Hann var leidd­ur út úr rétt­ar­saln­um um tíu mín­út­um síðar.

Hon­um er gefið að sök að hafa skotið 12 til bana og sært 58 aðra í kvik­mynda­húsi í Col­orado-ríki í Banda­ríkj­un­um þegar hann braut sér leið inn um neyðarút­gang í sal þar sem verið var að sýna nýj­ustu mynd­ina um Leður­blöku­mann­inn.

Bú­ist er við því að sak­sókn­ar­ar fari fram á dauðarefs­ingu yfir Hol­mes síðar í þess­ari viku en sér­fræðing­ar hafa hins veg­ar bent á að aðeins í eitt skipti hafi maður verið tek­inn af lífi í rík­inu síðan árið 1976.

Fórnarlömb skotárásarinnar og fjölskyldur þeirra koma til réttarhaldanna í dag.
Fórn­ar­lömb skotárás­ar­inn­ar og fjöl­skyld­ur þeirra koma til rétt­ar­hald­anna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert