Sýndi engin viðbrögð við réttarhöldin

00:00
00:00

James Hol­mes, sem sakaður er um að hafa orðið 12 manns að bana í skotárás á miðnæt­ur­frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar The Dark Knig­ht Rises, var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í dag. 

Hegðun Hol­mes við rétt­ar­höld­in vakti at­hygli, en hann starði ým­ist fram fyr­ir sig eða hafði aug­un lokuð á meðan sak­argift­ir voru lesn­ar upp. Að sögn viðstaddra sýndi hann eng­in merki iðrun­ar og sýndi eng­in svip­brigði. 

Ákær­urn­ar á hend­ur Hol­mes hljóða upp á 12 morð og að hafa þar að auki sært 58 manns al­var­lega í skot­hríð inni í bíósal í Col­oradoríki í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag.

Hinn 24 ára gamli Hol­mes mælti ekki orð frá vör­um á meðan ákæru­atriðin voru les­in upp, né held­ur sá hann ástæðu til að tjá sig þegar lestr­in­um var lokið.

Meðal verstu fjölda­morða í sögu Banda­ríkj­anna

Hol­mes, sem er doktorsnemi í tauga­líf­fræði, virt­ist ekki fær um að fylgja fram­gangi rétt­ar­hald­anna og höfuð hans rykkt­ist upp og niður meðan á lestr­in­um stóð. Sam­kvæmt því sem fram kem­ur á vef frétta­stof­unn­ar AFP virt­ist sem Hol­mes væri veru­lega dasaður eða með skerta ein­beit­ingu. 

Óljóst er hvort hann hafi verið und­ir áhrif­um lyfja, en hon­um er gert að und­ir­gang­ast sál­fræðimat til að kanna and­legt ástand hans og sak­hæfi.

Morðin eru meðal verstu fjölda­morða í sögu Banda­ríkj­anna, en form­leg ákæra verður gef­in út á hend­ur Hol­mes næst­kom­andi mánu­dag. Sak­sókn­ari hyggst ráðfæra sig við fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambanna áður en ákvörðun verður tek­in um hvort farið verði fram á dauðarefs­ingu. Aðeins ein mann­eskja hef­ur hlotið dauðadóm í Col­orado síðan 1976.

Hol­mes kom inn um eld­varnar­út­gang á bíósaln­um og kastaði tveim­ur gassprengj­um inn í sal­inn. Því næst hóf hann skot­hríð, en hann var vopnaður riffli sem hleypt­ir af 50-60 skot­um á mín­útu. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í New York litaði Hol­mes hár sitt app­el­sínu­gult af þeirri ástæðu að hann tel­ur sig vera Jóker­inn, eina aðal­per­són­una í Batman-mynd­un­um. 

James Holmes er sakaður um að standa á bak við …
James Hol­mes er sakaður um að standa á bak við skotárás á miðnæt­ur­sýn­ingu nýj­ustu Batman mynd­ar­inn­ar, sem varð 12 manns að bana. RJ SANGOSTI
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert