Bandaríkin hafa sent norðurkóreska leiðtoganum Kim Jong-un heillaóskir en fregnir bárust af því í dag að Kim hefði gengið í hjónaband og að sú heppna væri ung söngkona. Létu bandarísk yfirvöld hvatningu um bætt lífskjör norðurkóreskra borgara fylgja kveðjunni.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnin hefði verið að fá fréttirnar af brúðkaupinu og að henni hefði augljóslega ekki verið boðið í brúðkaupið.
Kim, sem er talinn vera á þrítugsaldri, tók við völdum í Norður-Kóreu er faðir hans, Kim Jong-Il, lést í desember í fyrra.