Halda enn að Obama sé múslimi

Misskilningurinn um trúarafstöðu Obama er lífsseigur meðal repúblikana í Bandaríkjunum.
Misskilningurinn um trúarafstöðu Obama er lífsseigur meðal repúblikana í Bandaríkjunum. MANDEL NGAN

Rúmlega einn af hverjum þremur kjósendum repúblikana stendur enn í þeirri meiningu að Barack Obama sé múslimi, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem nýlega var birt í Bandaríkjunum.

Fjöldi þeirra sem misskilja trúarafstöðu forsetans stóð í stað á milli áranna 2010 og 2012, en hefur samt sem áður tvöfaldast síðan 2008 þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar Obama um kristna trú sína. 

17% af alls 3.000 þátttakendum kannanarinnar töldu að Obama væri múslimi. Sú tala hefur hækkað um 5% frá árinu 2008 og lækkað um 3% frá árinu 2010. 

Forystumenn samfélags múslima í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að langvarandi vanþekking á trúarskoðun forsetans sé til vitnis um truflandi undiröldu í bandarískum stjórnmálum.

„Að heil 17% trúi því að Obama sé múslimi sýnir umfang hræðsluáróðurs og pólitískra klækja í stjórnmálum hérlendis, segir Haris Tarin, fulltrúi Opinberra tengsla hjá samtökum múslima í Bandaríkjunum.  

„Von mín er sú að Obama leggi sig ekki fram við að neita því að hann sé múslimi. Slík afneitun veitir því viðhorfi að íslam sé löstur byr undir báða vængi,“ segir Tarin. 

Aðeins 49% þeirra sem tóku þátt í könnuninni svöruðu því réttilega til að Obama væri kristinn þegar spurt var hverrar trúar forsetinn væri.

60% þátttakenda svöruðu því til að andstæðingur Obama í forsetakosningunum í nóvember, Mitt Romney, væri mormóni. Þau 60% höfðu rétt fyrir sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert