Jón Gnarr skrifaði ræðuna á iPad

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, tók þátt í Hinsegin dögum …
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, tók þátt í Hinsegin dögum í Færeyjum og var vel tekið af Færeyingum. Ljósmynd/Sigurður Júlíus Guðmundsson

Á færeyska fréttamiðlinum akuelt.fo er frétt í kvöld um þátttöku Jóns Gnarr í gleðigöngunni í Þórshöfn sem var í dag. Segir að borgarstjóri Þórshafnar, Heðin Mortensen, hafi sett Hinsegin daga í Þórshöfn í dag og hafi hann fagnað hátíðinni.

„En litríkari var þó gestaræðumaðurinn, borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr. Hann kom litríkur á pall í ljósrauðum klæðnaði. Ræðuna hafði hann skrifað á iPad spjaldtölvu og henni var dreift á pappír meðal gesta á færeysku.

Jón fagnaði deginum og því hvað hvað viðburðurinn gerði fyrir hinsegin fólk í Þórshöfn,“ segir í fréttinni sem má finna á færeysku hér.

Sjá frétt mbl.is um færeysku gleðigönguna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka