Kennir ESB um kreppuna

Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. PHILIPPE WOJAZER

Victor Or­ban, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, sagði í dag að það væri Evr­ópu­sam­band­inu að kenna að ekki hefði tek­ist að leysa efna­hags­vand­ræði Evru­svæðis­ins.

„Það verður að segj­ast eins og er: þessi kreppa er í raun kreppa Brus­sel“ sagði Or­ban í ræðu sinni, en hann var að heim­sækja ung­verska minni­hlut­ann sem býr í ná­granna­land­inu Rúm­en­íu. Sagði hann að ESB væri „aðal­hindr­un­in í vegi þess að finna leiðir til þess að leysa efna­hags­vand­ann.“

„Brus­sel eyðir mörg­um vik­um í að skil­greina stærðina á kjúk­linga­búr­um, í að neyða bænd­ur til þess að setja leik­föng í svínastí­ur, og áhyggj­ur af sál­ar­lífi gæsa þykir mik­il­vægt Evr­ópu­mál á meðan hundruð þúsunda borg­ara missa at­vinn­una, horfa á fjár­mála­kerfi sitt hrynja og finn­ast sem að það verði erfiðara og erfiðara að láta enda ná sam­an,“ sagði Or­ban, sem er formaður ung­verskra íhalds­manna. 

Or­ban hef­ur áður átt í deil­um við emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins, en rík­is­stjórn hans hef­ur verið m.a. sökuð um að hygla sam­flokks­mönn­um hans við veit­ingu embætta. Á föstu­dag­inn tjáði hann at­hafna­mönn­um í Búdapest að fólk vonaðist til þess að það yrði ekki nauðsyn að finna nýtt kerfi í stað lýðræðis, en ljóst væri að það þyrfti nýtt efna­hags­kerfi og nýj­ar hug­mynd­ir í Evr­ópu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka