Skutu eldflaugum að Ísrael

Ísraelskur hermaður við landamærin að Gazaströndinni.
Ísraelskur hermaður við landamærin að Gazaströndinni. AFP

Í gær og dag hafa Palestínumenn skotið eldflaugum frá Gazaströndinni og inn í Ísrael. Í morgun var þremur slíkum flaugum skotið yfir landamærin. Enginn særðist og engar skemmdir urðu af völdum árásarinnar.

Eldflaugunum var skotið á dreifbýlt svæði í nágrenni bæjarins Sderot.

Í gær var eldflaug skotið frá Gaza og inn að Eshkol, sem er einnig mjög dreifbýlt svæði.

 Frá því í júní hafa nokkur átök átt sér stað milli Gaza og Ísraels og ein árás Ísraelsmanna kostaði 15 Palestínumenn lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert