51% Þjóðverja vill evruna burt

Af vef Wikipedia

Meirihluti Þjóðverja telur landi sínu væri betur borgið án evrunnar, samkvæmt könnun sem birt var í blaðinu Bild í dag. Samkvæmt henni telur 51% landsmanna að Þýskaland væri betur sett án evru. 29% voru þessu ósammála og töldu að það myndi hafa slæm áhrif að kasta evrunni.

Könnunin leiddi einnig í ljós að 71% Þjóðverja vilja að Grikkir gangi úr myntbandalaginu standi þeir ekki við kröfur ESB og AGS um niðurskurð.

 Efnahagsráðherra Þýskalands, Philipp Roesler, segir í viðtali við Bild í dag að hann hafi efasemdir um að Grikklandi geti staðið við loforð um niðurskurð og aðhald. Hann segir enga skattstofu enn vera starfandi í landinu og að enn væri ekki búið að selja opinberar eignir, líkt og lofað hafði verið.

„Ef Grikkland uppfyllir ekki skyldur sínar, þá fær það ekki meiri peninga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert