51% Þjóðverja vill evruna burt

Af vef Wikipedia

Meiri­hluti Þjóðverja tel­ur landi sínu væri bet­ur borgið án evr­unn­ar, sam­kvæmt könn­un sem birt var í blaðinu Bild í dag. Sam­kvæmt henni tel­ur 51% lands­manna að Þýska­land væri bet­ur sett án evru. 29% voru þessu ósam­mála og töldu að það myndi hafa slæm áhrif að kasta evr­unni.

Könn­un­in leiddi einnig í ljós að 71% Þjóðverja vilja að Grikk­ir gangi úr mynt­banda­lag­inu standi þeir ekki við kröf­ur ESB og AGS um niður­skurð.

 Efna­hags­ráðherra Þýska­lands, Phil­ipp Roesler, seg­ir í viðtali við Bild í dag að hann hafi efa­semd­ir um að Grikklandi geti staðið við lof­orð um niður­skurð og aðhald. Hann seg­ir enga skatt­stofu enn vera starf­andi í land­inu og að enn væri ekki búið að selja op­in­ber­ar eign­ir, líkt og lofað hafði verið.

„Ef Grikk­land upp­fyll­ir ekki skyld­ur sín­ar, þá fær það ekki meiri pen­inga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka