Angela Merkel kanslari Þýskalands og Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu hétu því í dag að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að vernda evrusvæðið fyrir frekari efnahagsþrengingum.
Í yfirlýsingu frá leiðtogunum kom fram að þeir hefðu talað saman í síma og sammælst um þetta.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar sambærilegra loforða Frakka og bankastjóra Seðlabanka Evrópu á föstudag en bankastjórinn Mario Draghi sagðist ætla að gera allt sem hann gæti til að vernda evruna.