Dæmdir til dauða fyrir fjársvik

Íransforseti, Mahmoud Ahmadinejad.
Íransforseti, Mahmoud Ahmadinejad. AFP

Fjórir menn hafið verið dæmdir til dauða í Íran í stærsta fjársvikamáli sem upp hefur komið þar í landi. 39 voru ákærðir í málinu og hafa réttarhöldin staðið frá því í febrúar.

Einn var dæmdur í lífstíðarfangelsi og hinir í allt að 25 ára fangelsi.

Málið snýst um einkahlutafélag sem sveik milljarða út úr írönskum bönkum með ónýtum veðum. Fyrir peningana keypti félagið hluti í opinberum fyrirtækjum sem verið var að einkavæða.

Mennirnir hafa nú 20 daga til að taka ákvörðun um hvort þeir áfrýi dómnum.

Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, hafnaði í fyrra ásökunum um að tengjast svindlinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert