Foreldrar hópuðust út á götur Hong Kong í gær til að mótmæla því sem þau segja heilaþvott á börnum sínum en yfirvöld hafa ákveðið að auka við kennslu í skólum um sögu landsins sem foreldarnir segja ekkert annað en áróður.
Stjórnvöld segja að vekja eigi þjóðarstolt hjá börnunum og samkennd. Námsefnið verður tilbúið í september og skylt verður að kenna það árið 2015. Þú sögðu í dag, mánudag, að mótmælin muni ekki hafa nein áhrif á áformin, náminu verði haldið til streitu.
Skipuleggjendur mótmælanna segja að um 90 þúsund manns hafi tekið þátt í þeim en mótmælin voru hávaðasöm og í fararbroddi voru foreldrar og ungir nemendur. Lögreglan segir mótmælendurna aðeins hafa verið um 32 þúsund.
„Sem foreldri er ég mjög reið, þetta er ekkert annað en heilaþvottur,“ segir Sandra Wong, móðir þriggja barna. „Í námsefninu er dregin upp rósrauð mynd af Kommúnistaflokknum. Þetta er aðeins gert til að þröngva stefnu meginlandsins upp á okkur hér í Hong Kong.“