Rússnesk ungmenni kveiktu í heimilislausum manni í miðborg Sankti Pétursborgar á laugardaginn og skildu hann eftir í sárum sínum. Þegar lögreglu bar að garði var þessi 38 ára gamli Hvít-Rússi mikið brenndur á höndum og baki.
Að sögn AFP-fréttastofunnar gat hann þó sagt að kveikt hefði verið í sér áður en hann missti meðvitund og dó.
Opinberar tölur Rússlands segja fjölda heimilislausra vera um 150.000 til 350.000 þúsund manns. Aðrir sérfræðingar telja að af 143 milljónum íbúa Rússlands búi 1,5 til 4,2 milljónir á götunni.