Neitar að gifta blökkufólk

00:00
00:00

Pari í Mississippi var brugðið er prest­ur­inn í bæj­ar­kirkj­unni þeirra sagði þeim að brúðkaupið sem þau væru að und­ir­búa myndi ekki fara fram í kirkj­unni þar sem þau væru svört.

Prest­ur­inn Stan We­ather­ford seg­ir að blökku­fólk hafi aldrei verið gift í kirkj­unni sinni, First Bapt­ist Church í Crystal Springs. Kirkj­an var vígð árið 1883.

Hann seg­ir að marg­ir hvít­ir safnaðarmeðlim­ir hafi verið mót­falln­ir því að Char­les og Te'­Andrea Wil­son fengju að ganga í hjóna­band í kirkj­unni og hafi hótað hon­um brottrekstri.

We­ather­ford er sjálf­ur hvít­ur. Hann bauðst til að gifta parið í ann­arri kirkju í ná­grenn­inu.

„Níu ára dótt­ir mín fer með okk­ur til kirkju. Hvernig út­skýr­ir maður fyr­ir níu ára barni: „Heyrðu elsk­an, við mamma meg­um ekki gift­ast í þess­ari kirkju af því að við erum svört,““ sagði Char­les Wil­son í sam­tali við ABC-sjón­varps­stöðina.

Íbúar í bæn­um eru marg­ir hverj­ir slegn­ir yfir ákvörðun prests­ins.

„Þessi kirkja var eins og heim­ili þeirra,“ seg­ir einn íbú­inn. „Hvað hefði Jesús gert? Hann hefði gift þau, án efa, því það er það eina rétta. Við erum öll börn guðs.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka