Bandaríkin og Jórdanía ræða framtíð Sýrlands

Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Leon Panetta, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, fundaði í morg­un með Abdullah II, kon­ungi Jórdan­íu, um hugs­an­lega þróun stjórn­mála­ástands­ins í Sýr­landi eft­ir að Bash­ar al-Assad for­seti Sýr­lands færi frá völd­um.

„Þeir voru sam­mála um að alþjóðasam­fé­lagið þyrfti að senda frá sér skýr skila­boð um að Assad verði að víkja og að al­menn­ing­ur í Sýr­landi eigi það skilið að ákveða eig­in framtíð,“ sagði Geor­ge Little, talsmaður banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, Pentagon, við frétta­menn í morg­un.

„Panetta hét því að Banda­rík­in myndu halda áfram sam­vinnu sinni við Jórd­ana um að veita þeim mannúðaraðstoð sem eiga um sárt að binda vegna átak­anna,“ sagði Little.

Rúm­lega 145.000 Sýr­lend­ing­ar haf­ast nú við í Jórdan­íu eft­ir að hafa flúið átök­in í eig­in heimalandi. Reist­ar hafa verið flótta­manna­búðir fyr­ir fólkið, en þær taka ein­ung­is 120.000 manns.

Á þriðju­dag­inn skaut sýr­lenski her­inn á hóp fólks sem var að fara yfir landa­mær­in að Jórdan­íu. Þriggja ára gam­alt barn lét lífið.

Abdullah II konungur Jórdaníu.
Abdullah II kon­ung­ur Jórdan­íu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert