Þungavopnum beitt í Aleppo

Sýrlenski stjórnarherinn gerði harðar árásir á Salahedinn-hverfi borgarinnar Aleppo, en svæðið hefur verið undir stjórn uppreisnarmanna. Stjórnarherinn gerði bæði árásir úr lofti og á jörðu niðri.

Abdel Jabbar al-Oqaidi, yfirmaður uppreisnarherliðsins í borginni, segir að stjórnarherinn hafi ekki gert jafnharðar árásir frá því bardagar hófust í Aleppo 20. júlí sl.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herinn reynir að ráðast á Salaheddin,“ segir Oqaidi.

Einnig geisuðu bardagar í hverfunum Shaar og Sukkari í Aleppo. Fréttaritari AFP segir að herinn hafi notað stórskotalið og herþotur í aðgerðum sínum.

Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að síðdegis í dag hafi
herinn einnig skotið á Seif al-Dawla-hverfið.

Víðsvegar í Sýrlandi hafa 78 fallið í átökum í dag. Talið er a.m.k. átta almennir borgarar hafi látist í Aleppo, en 45 um allt land. 26 stjórnarhermenn féllu og sjö uppreisnarmenn.

Vígbúnir uppreisnarmenn í borginni Aleppo, sem er á norðurhluta Sýrlands.
Vígbúnir uppreisnarmenn í borginni Aleppo, sem er á norðurhluta Sýrlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert