Þungavopnum beitt í Aleppo

00:00
00:00

Sýr­lenski stjórn­ar­her­inn gerði harðar árás­ir á Sala­hed­inn-hverfi borg­ar­inn­ar Al­eppo, en svæðið hef­ur verið und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna. Stjórn­ar­her­inn gerði bæði árás­ir úr lofti og á jörðu niðri.

Abdel Jabb­ar al-Oqaidi, yf­ir­maður upp­reisn­ar­herliðsins í borg­inni, seg­ir að stjórn­ar­her­inn hafi ekki gert jafn­h­arðar árás­ir frá því bar­dag­ar hóf­ust í Al­eppo 20. júlí sl.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem her­inn reyn­ir að ráðast á Sala­hedd­in,“ seg­ir Oqaidi.

Einnig geisuðu bar­dag­ar í hverf­un­um Shaar og Sukk­ari í Al­eppo. Frétta­rit­ari AFP seg­ir að her­inn hafi notað stór­skota­lið og herþotur í aðgerðum sín­um.

Sam­tök­in Syri­an Observatory for Hum­an Rights segja að síðdeg­is í dag hafi
her­inn einnig skotið á Seif al-Dawla-hverfið.

Víðsveg­ar í Sýr­landi hafa 78 fallið í átök­um í dag. Talið er a.m.k. átta al­menn­ir borg­ar­ar hafi lát­ist í Al­eppo, en 45 um allt land. 26 stjórn­ar­her­menn féllu og sjö upp­reisn­ar­menn.

Vígbúnir uppreisnarmenn í borginni Aleppo, sem er á norðurhluta Sýrlands.
Víg­bún­ir upp­reisn­ar­menn í borg­inni Al­eppo, sem er á norður­hluta Sýr­lands. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert