Forngripirnir heim til Kabúl

Þjóðminjasafnið í Afganistan hefur fengið til baka mörg hundruð forngripi sem var stolið í borgarastyrjöldinni í landinu á tíunda áratug síðustu aldar. Gripirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Kabúl.

Alls var 843 forngripum stolið og endaði stór hluti þeirra á svörtum markaði. Steinstytta af Búdda, sem er talin vera um 4.000 ára gömul, er á meðal þessara fornminja sem nú hafa ratað aftur heim. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Þar segir að British Museum í Lundúnum hafi aðstoðað við að koma mununum aftur í réttar hendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert