Um 300 aðdáendur Marilyn Monroe söfnuðust í dag saman í kirkjugarðinum í Los Angeles, þar sem Monroe var grafin, til að heiðra minningu hennar nú þegar 50 ár eru liðin síðan kvikmyndastjarnan skæra lést langt fyrir aldur fram.
Aðdáendur og ástvinir Marilyn Monroe minntust hennar víða um heim undanfarna viku. Gröf hennar í LA er í dag þakin blómum, ljósmyndum og aðdáendabréfum.
Fjallað er um síðustu mánuðina í lífi Marilyn Monroe í Sunnudagsmogganum í dag og birtist greinin einnig hér á MBL.IS.