Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, segir að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu sé viðráðanlegt en ekki óskastöðuna. Þetta kemur fram í viðtali við Juncker á þýsku sjónvarpsrásinni WDR í dag.
Segir hann að ef Grikkland yfirgefi evrusvæðið geti það þýtt áhættu fyrir allan almenning í Grikklandi.
Ríkisstjórn Grikklands þarf að skera niður um 11,5 milljarða evra á næstu tveimur árum til þess að fá 130 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Er það annar lánapakkinn sem ríkið fær á tveimur árum.
Fjármálaráðherra Grikklands, Yannis Stournaras, segir að ekki hafi enn tekist að ná samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar um niðurskurðinn að öllu leyti en unnið verði að fjárlagagerðinni út mánuðinn.