Fórnarlömb flóða þurfa hjálp

Um tvær milljónir manna í höfuðborg Filippseyja, Manila, hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum. Fátækrahverfi, sem oft eru byggð á árbökkum, hafa orðið illa úti og margir þurft að yfirgefa heimili sín. Vatnið á götunum var víða mannhæðar djúpt í gær og fólk fer um í bátum. 

Stjórnvöld á Filippseyjum biðja nú um aðstoð við að hjálpa fórnarlömbum flóðanna en neyðarathvörf eru orðin yfirfull.

Um 70 cm úrkoma féll á tveimur sólarhringum í Manila og ár hafa flætt yfir bakka sína. Vatnið er nú að sjatna en nær fólki víða í hné.

Margir hafa verið á vergangi, eiga ekki þurra flík eða nokkurn mat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert