Þýskt skip fær ekki að leggjast að bryggju

Þýska flutningaskipið MSC Flaminia þegar eldar loguðu um borð.
Þýska flutningaskipið MSC Flaminia þegar eldar loguðu um borð. Skjáskot/odin.tc

Ekkert Evrópuríki vill heimila þýska flutningaskipinu MSC Flaminia að leggjast að bryggju en sprenging varð í skipinu um miðjan júlí síðastliðinn og loguðu eldar í því í nokkrar vikur í kjölfarið.

Björgunarmenn komust um borð í skipið nýverið og tókst þá að ná tökum á eldinum. Áhöfninni var hins vegar bjargað af skipinu í kjölfar sprengingarinnar auk tveggja farþega fyrir utan einn mann sem lét lífið í sprengingunni og annan sem hefur ekki enn fundist.

Haft er eftir Helmut Ponath, framkvæmdastjóra þýska skipafélagsins NSB sem rekur skipið, á fréttavefnum Thelocal.de að það sé út í hött að ríki innan Evrópusambandsins neiti að taka við skipi í þessu ástandi sem ennfremur sigli undir þýskum fána. Skipið var statt á miðju Atlantshafi á leiðinni frá Charleston í Bandaríkjunum til Antwerpen í Belgíu.

Skipafélagið fullyrðir að engin hætta sé um borð í skipinu þó enn kunni að loga minni háttar eldar í einstökum gámum.

Frétt mbl.is: Sprenging varð í skipi á Atlantshafi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert