Farþegar um borð í lítilli flugvél í Idaho í Bandaríkjunum náðu myndskeiði af því er flugvélin rakst í trjátoppa og brotlenti í skógi.
Myndskeiðið hefur verið birt í fjölmiðlum um allan heim. Vélin var að flytja fjallgöngumenn til bæjarins McCall er hún missti snögglega hæð og rakst í trjátoppa og brotlenti loks í skóglendi.
Ótrúlegt þykir að allir skuli hafa sloppið án alvarlegra meiðsla fyrir utan flugstjórann, sem kjálkabrotnaði, að því er fram kemur á vef BBC.