Svíar hvattir til að skila hórkarli

Karl XVI Gústaf Svíakonungur.
Karl XVI Gústaf Svíakonungur. AFP

Sænski seðlabankinn hvetur alla þá sem hafa undir höndum mynt, þar sem Karl XVI Gústaf Svíakonungur er titlaður hórkarl, að skila henni inn til lögreglu sem allra fyrst. Fölsun mynta sé ólöglegt athæfi.

Fyrr í sumar brá mörgum Svíanum í rogastans er sjá mátti áletrunina „Vår horkarl till kung“ (Hórkarlinn, kóngur vor) í staðinn fyrir „Carl XVI Gustav Sveriges konung“ á einnar krónu peningum. Konungurinn hefur verið sakaður um lauslæti og svall og þykir nokkuð ljóst að ekki er um mistök í myntsláttu að ræða, heldur er þetta verk gárunga.

Ekki er vitað hversu margar „hórkarlamyntir“ eru í umferð, en þær munu vera eftirsóttar af söfnurum, enda afar fagmannlega falsaðar.

Frétt mbl.is: „Hórkarlinn kóngur vor“

Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Sylvía Svíadrottning.
Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Sylvía Svíadrottning. AFP
Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Sylvía Svíadrottning.
Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Sylvía Svíadrottning. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert