Þjóðverjar í flugslysi í Noregi

Frá Þrándheimi en þangað var ferðinni heitið.
Frá Þrándheimi en þangað var ferðinni heitið. www.trondheim.com/J. Adde

Þrír þjóðverjar létu lífið þegar flugvél þeirra flaug á fjall í Noregi í gær, föstudag. Flugvélin var af gerðinni Cessna 172 og var skráð í Þýskalandi. Erling Landro, talsmaður norsku lögreglunnar, staðfesti þetta við fjölmiðla í dag. 

Tveir hinna látnu eru 55 ára gamlir en sá þriðji er 49 ára. Nöfn þeirra hafa enn ekki verið gefin upp.

Flugvélinni hafði verið flogið frekar lágt í fjalllendi nálægt Bjurn í vesturhluta Noregs. Ekki bætti úr skák að skyggni var lélegt því það var fremur lágskýjað. 

Flugvélin var ein þriggja þýskra flugvéla sem voru á leið frá Lofoten í Norður-Noregi. Hinar vélarnar tvær lentu heilu og höldnu á áfangastað í Þrándheimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert