Hefði ekki getað gerst í Danmörku

Alexandra Bech Gjørv formaður sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um voðaverkin í Ósló …
Alexandra Bech Gjørv formaður sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um voðaverkin í Ósló 22. júlí kynnir niðurstöðurnar í dag. AFP

Rannsóknarnefndin um atburðina 22. júlí í Noregi er þeirrar skoðunar að sambærileg voðaverk hefðu aldrei getað átt sér stað í Danmörku, vegna þess að danska öryggislögreglan sé mun meðvitaðri um og meira á varðbergi gegn hugsanlegri hættu en sú norska. 

Rannsóknarnefndin kynnir nú niðurstöður sínar á blaðamannafundi í og vitnaði meðal annars til  skýrslu sem norska öryggislögreglan, PST, gaf út árið 2007. Þar sagði að öfgafulla þjóðernissinna væri að finna bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna í Noregi. PST mat það hins vegar svo að enginn þeirra væri sérstök ógn við þjóðaröryggi.

Danir á varðbergi eftir Múhameðs teikningarnar

Formaður rannsóknarnefndarinnar, Alexandra Bech Gjørv, lýsti undrun sinni á því að öryggismál hafi ekki verið tekin nógu alvarlega í Noregi, samanborið við t.d. nágrannalandið Danmörku. Eftir Múhammeðs teikningarnar séu danska öryggislögreglan, PET, á stöðugu varðbergi og hefði Anders Behring Breivik aldrei komist svo langt að ná að framkvæma fyrirætlanir sínar þar.

Rannsóknarnefndin telur að koma hefði mátt í veg sprengjuárásina í stjórnarráðinu í Ósló  með því að beita betur öryggisúrræðum sem þegar voru til staðar. Norska öryggislögreglan hafi litið framhjá þeim möguleika að einstaklingur gæti verið að skipuleggja hryðjuverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert