Lögreglulið hefði getað komið 26 mínútum fyrr til Úteyjar hinn 22. júlí í fyrra þegar 77 létu lífið fyrir hendi fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu 22. júlí-nefndarinnar svokölluðu, sem gerð var opinber í dag.
Hefði verið rétt staðið að málum hefði lögreglan verið komin út í Útey klukkan 18.00 daginn örlagaríka, en ekki klukkan 18.26. 19-20 ungmenni voru myrt þar síðustu 20 mínúturnar áður en lögregla kom á staðinn og handsamaði Breivik.
Skipstjórinn á skipinu Thorbjørn, sem sigldi framhjá Útey, hringdu í lögreglu fyrir klukkan 17.30. Hann bauð lögreglu aðstoð sína, hefði hún verið þegin, þá hefði lögregla komist talsvert fyrr á staðinn. Sá sem tók við símtalinu áttaði sig ekki á því hvað skipstjórinn sagði og kom þessu ekki áleiðis til yfirmanna sinna.