Atvinnuleysi í Portúgal í hæstu hæðum

Vegfarandi í Alfama hverfi Lissabon, höfuðborgar Portúgal.
Vegfarandi í Alfama hverfi Lissabon, höfuðborgar Portúgal. AFP

15% at­vinnu­leysi var í Portúgal á öðrum árs­fjórðungi og hef­ur ekki verið meira í ár­araðir. Stjórn­völd gera ráð fyr­ir því að at­vinnu­leysi fari enn vax­andi og hlut­fallið hækki í 16% á næsta ári.

Alls eru 826.900 Portú­gal­ar skráðir at­vinnu­laus­ir. Verst er staðan meðal unga fólks­ins, en í ald­urs­hópn­um 15-24 ára eru 35,5% Portú­gala án at­vinnu. Vax­andi at­vinnu­leysi er eitt helsta áhyggju­efni stjórn­valda, ekki síst þar sem út­gjöld vegna at­vinnu­leys­is­bóta gera þeim erfitt fyr­ir að standa við mark­mið um niður­skurð í rík­is­fjár­mál­um.

Rík­is­stjórn Portú­gals fylg­ir stífri áætl­un um sparnað og niður­skurð í kjöl­far 78 millj­arða evru lánapakka frá Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert