Þrefaldur morðingi myrti eiginkonu sína

78 ára sænskur karlmaður er grunaður um að hafa myrt 76 ára eiginkonu sína en hún fannst látin í íbúð þeirra í Kristinehamn. Maðurinn var dæmdur í fangelsi á áttunda áratug síðustu aldar fyrir þrefalt morð.

Að sögn lögreglunnar fann ættingi konunnar hana látna í gærmorgun en maðurinn var einnig í íbúðinni, mikið særður. Lögreglan vil ekki gefa frekari upplýsingar um málið.

Maðurinn var fluttur á Centralsjukhuset spítalann í Karlstad en að sögn lækna er hann ekki lífshættulega slasaður, að því er fram kemur á síðunni thelocal.se.

Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar SVT skaut maðurinn þáverandi unnustu sína og foreldra hennar til bana í desember 1975. 10 ára dóttir unnustunnar særðist lífshættulega í árásinni en maðurinn var dæmdur til vistunar á réttargeðdeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert