Keyrði eins og brjálæðingur á kókaíni

Wikipedia/Arne Hückelheim

Farþegar í stræt­is­vagni í Berlín lentu marg­ir í verstu lífs­reynslu ævi sinn­ar í gær­kveldi þegar ökumaður vagns­ins ók á mikl­um hraða um göt­ur borg­ar­inn­ar eins og hann ætti lífið að leysa. Þeir urðu ekki hissa þegar lög­reglu tókst loks­ins að stöðva stræt­is­vagn­inn og í ljós kom að ökumaður­inn hafði inn­byrt stór­an skammt af kókaíni.

Fólkið hafði farið um borð í stræt­is­vagn­inn í hverf­inu Schö­ne­berg í suður­hluta Berlín­ar grun­laust um hvað væri í vænd­um. En skyndi­lega jók bíl­stjór­inn hraðann og var inn­an skamms kom­inn á mjög mikla ferð um göt­ur borg­ar­inn­ar. Hjól­reiðamaður komst meðal ann­ars með naum­ind­um und­an vagn­in­um og þá ók bíl­stjór­inn tvisvar yfir á rauðu ljósi.

Einn farþeg­anna hringdi í lög­regl­una úr stræt­is­vagn­in­um og lét hana vita af háska­akstr­in­um sem hann og aðrir farþegar í vagn­in­um voru þátt­tak­end­ur í nauðugir vilj­ug­ir. Komið var fram yfir miðnætti þegar lög­regl­unni tókst að ná sam­bandi við bíl­stjór­ann í gegn­um tal­stöð stræt­is­vagns­ins og fá hann til þess að stöðva vagn­inn.

Bíl­stjór­inn var lát­inn taka lyfja­próf og kom í ljós að hann hefði inn­byrt kókaín áður en hann mætti til vinnu sam­kvæmt dag­blaðinu Berl­iner Zeit­ung. Maður­inn var í kjöl­farið um­svifa­laust svipt­ur öku­rétt­ind­um og gæti átt von á ákæru fyr­ir að skapa hættu í um­ferðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert