Segir af sér vegna hryðjuverkaárásanna

Øystein Mæland, fyrrverandi lögreglustjóri Oslóarborgar, fremst á myndinni.
Øystein Mæland, fyrrverandi lögreglustjóri Oslóarborgar, fremst á myndinni. AFP

Ríkislögreglustjóri Noregs, Øystein Mæland, sagði af sér embætti í dag í kjölfar skýrslu um hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári þar sem farið er hörðum orðum um viðbrögð lögreglunnar vegna þeirra.

Afsögn Mælands kemur þremur dögum eftir að skýrslan var gerð opinber en hann tók við sem ríkislögreglustjóri einungis nokkrum dögum áður en árásirnar voru gerðar 22. júlí í fyrra af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik sem kostuðu 77 manns lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert