Finnar ósammála um evrusvæðið

Utanríkisráðherra Finnlands segir að Finnar verði að vera því viðbúnir að evran líði undir lok sem gjaldmiðill. Ráðherra Evrópusambandsins í Finnlandi segir aftur á móti að það standi ekki til. 

Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í viðtali við Daily Telegraph að allir leiðtogar ríkja Evrópusambandsins þyrftu að búa sig undir það að evrusvæðið liðaðist í sundur. 

Alexander Stubb, ráðherra ESB segir þetta ekki endurspegla afstöðu finnsku ríkisstjórnarinnar. „Finnland stendur 100% á bak við evruna,“ segir hann í samtali við danska dagblaðið Politiken.

Tuomioja segir að færi svo að evran yrði aflögð, þá þyrfti það ekki að hafa neikvæð áhrif á ESB. „Það gæti þvert á móti styrkt ESB,“ segir hann.

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert