Karlmaður, sem klifraði yfir girðingu í inn á tígrisdýrasvæðið í dýragarðinum í Kaupmannahöfn í júlí með þeim afleiðingum að hann lést var undir áhrifum kannabisefna.
Þetta eru niðurstöður blóðprufu sem tekin var af manninum.
Vitni höfðu áður sagst hafa séð manninn reykja kannabisefni í Kristjaníu daginn áður en hann lést. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sem birt er á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende, segir að ekki sé hægtað fullyrða um hvort þessi fíkniefnaneysla hafi fengið manninn til að fara inn á svæði tígrisdýranna.
Í yfirlýsingunni segir ennfremur að rannsókn málsins sé lokið.