Humlegård nýr lögreglustjóri

Odd Reidar Humlegård, ríkislögreglustjóri Noregs.
Odd Reidar Humlegård, ríkislögreglustjóri Noregs. Ljósmynd/Politi.no

Dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, tilkynnti í dag að Odd Reidar Humlegård tæki við sem ríkislögreglustjóri landsins í kjölfar þess að Øystein Mæland sagði af sér embættinu í gær. Humlegård var áður yfirmaður rannsóknarlögreglu Noregs.

Mæland sagði af sér í kjölfar skýrslu þar sem lögreglan var harðlega gagnrýnd vegna hryðjuverkaárásanna 22. júlí á síðasta ári þegar fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik myrti 77 manns.

Faremo sagði ennfremur af sama tilefni að mikilvægt starf væri framundan fyrir yfirstjórn norsku lögreglunnar að bæta og efla viðbúnað hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka