Kasparov handtekinn í Moskvu

Garry Kasparov handtekinn af lögreglunni í Moskvu í morgun.
Garry Kasparov handtekinn af lögreglunni í Moskvu í morgun. Af Facebooksíðu Kasparovs

Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var handtekinn í dag er hann var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þar sem dómur yfir þremenningunum í Pussy Riot var kveðinn upp. Um 20 manns voru handteknir fyrir utan dómshúsið en þar var mikill mannfjöldi samankominn.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað við dómshúsið. Að minnsta kosti 400 mótmælendur voru viðstaddir og brá lögreglan á það ráð að stía hópnum í sundur. Á twittersíðu Kasparovs kemur fram að lögreglan hafi barið hann en að sama skapi segir lögreglan að Kasparov hafi bitið frá sér.

Á facebooksíðu Kasparovs kemur fram að hann hafi ekki verið að mótmæla fyrir utan dómshúsið heldur aðeins að fylgjast með gangi mála. Lögreglan hafi hins vega króað hann af og dregið hann inn í lögreglubíl. Er mynd af aðförunum birt á síðunni.

Garry Kasparov.
Garry Kasparov. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert