Pussy Riot sakfelldar

Stuðningsmenn Pussy Riot fyrir utan dómshúsið í Moskvu.
Stuðningsmenn Pussy Riot fyrir utan dómshúsið í Moskvu. AFP

Stúlk­urn­ar í pönk­hljóm­sveit­inni Pus­sy Riot voru fundn­ar sek­ar um að raska al­mannafriði sam­kvæmt niður­stöðu dóm­ara í Moskvu. Í niður­stöðu dóms­ins seg­ir m.a. að þær hafi framið guðlast og raskað al­mannafriði er þær rudd­ust inn í kirkju í Moskvu og fluttu pönk­bæn gegn Pútín for­seta.

Dóm­ar­inn Mar­ina Syrova sagði í niður­stöðu sinni að stúlk­urn­ar þrjár hefðu „skipu­lagt af yf­ir­veg­un“ gjörn­ing sinn þann 21. fe­brú­ar síðastliðinn og hafi „grafið und­an“ grunnstoðum sam­fé­lags­ins. Síðar í dag mun koma í ljós hversu lang­an dóm stúlk­urn­ar fá en sak­sókn­ari fór fram á þriggja ára fang­elsi.

„Tolokonni­kova, Alyok­hina og Samut­sevich röskuðu al­mannafriði. Með öðrum orðum, þær brutu þær gróf­lega gegn al­manna­regl­um. Dóm­ur­inn hef­ur fundið þær sek­ar. Þessi niðurstaða dóms­ins bygg­ir á framb­urði þeirra sjálfra og öðrum sönn­un­ar­gögn­um,“ sagði dóm­ar­inn Syrova m.a. í morg­un. Sagði hún enn­frem­ur að þær hafi sýnt sam­fé­lag­inu óvirðingu með því að ryðjast inn í mik­il­væg­ustu kirkju Rúss­lands, aðeins fáum vik­um fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í land­inu.

Stúlk­urn­ar þrjár voru viðstadd­ar dóms­upp­kvaðning­una og brostu hug­hreyst­andi til hverr­ar annarr­ar.

Þær hafa verið í gæslu­v­arðhaldi í fimm mánuði. Fjölda­mót­mæli eru vegna máls­ins víða um heim, m.a. við rúss­neska sendi­ráðið í Reykja­vík.

Dóm­ur­inn var kveðinn upp  nú rétt eft­ir kl. 11 og var mjög mik­il lög­gæsla við dóms­húsið. Fjöldi fólks var sam­an kom­inn fyr­ir utan dóms­húsið, m.a. marg­ir frétta­menn.

Pus­sy Riot flutti pönk­bæn gegn Pútín for­seta í kirkju í Moskvu í fe­brú­ar sl. og voru meðlim­ir henn­ar í kjöl­farið ákærðar fyr­ir óspekt­ir.

Kon­urn­ar þrjár sem eru í haldi heita Yeka­ter­ina Samut­sevich, Maria Alyok­hina og Nadezhda Tolokonni­kova. Þær eru all­ar yngri en 30 ára og tvær þeirra eiga börn. Þær hafa ekki fengið að sjá börn­in sín síðan þær voru sett­ar í gæslu­v­arðhald.

Fréttamenn fyrir utan dómshúsið í Moskvu.
Frétta­menn fyr­ir utan dóms­húsið í Moskvu.
Yekaterina Samutsevich, Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova við dómsuppkvaðninguna í …
Yeka­ter­ina Samut­sevich, Maria Alyok­hina og Nadezhda Tolokonni­kova við dóms­upp­kvaðning­una í morg­un. AFp
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert