Vill að Obama hætti nornaveiðum

00:00
00:00

Ju­li­an Assange biðlaði í dag til Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, að binda enda á norna­veiðar banda­rískra stjórn­valda gegn vefsíðunni Wiki­leaks.

„Ég biðla nú til Obama for­seta að gera hið rétta í mál­inu. Banda­rík­in verða að snúa baki við norna­veiðum sín­um gegn Wiki­leaks,“ sagði Assange.

Assange flyt­ur nú ræðu á svöl­um sendi­ráðs Ekvadors í Lund­ún­um og er þetta í fyrsta skipti sem hann kem­ur fram op­in­ber­lega síðan hann leitaði hæl­is í sendi­ráðinu fyr­ir tveim­ur mánuðum.

Þá þakkaði Assange einnig stuðnings­mönn­um sín­um, einkum rík­is­stjórn Ekvadors en Assange lofaði for­seta lands­ins fyr­ir það hug­rekki sem hann sýndi þegar hann veitti hon­um hæli í land­inu. „Ég vil þakka (Rafa­el) Cor­rea, for­seta, fyr­ir það hug­rekki sem hann hef­ur sýnt af sér með því að veita mér póli­tískt hæli,“ sagði Assange í ræðu sinni í dag.

Julian Assange flytur ræðu sína á svölum sendiráðs Ekvadors í …
Ju­li­an Assange flyt­ur ræðu sína á svöl­um sendi­ráðs Ekvadors í í Lund­ún­um AFP
Fjöldi blaðamanna fylgist með ræðu Assange.
Fjöldi blaðamanna fylg­ist með ræðu Assange. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert