Vill sekta foreldra fyrir skróp

Ursula von der Leyen, atvinnumálaráðherra Þýskalands.
Ursula von der Leyen, atvinnumálaráðherra Þýskalands. AFP

Ursula von der Leyen, at­vinnu­málaráðherra Þýska­lands, viðraði í dag hug­mynd­ir sín­ar um að veita stjórn­völd­um heim­ild­ir til þess að sekta for­eldra barna sem skrópa reglu­lega í skóla. Þetta kom fram í viðtali við ráðherr­ann sem birt­ist í dag­blaðinu Berl­iner Mor­genpost í dag.

Þá held­ur von der Leyen því fram að skólaskróp sé fyrsta skrefið í átt til at­vinnu­leys­is. „Þegar við horf­um á lang­tíma­at­vinnu­leysi sjá­um við að skróp er upp­hafspunkt­ur­inn,“ sagði von der Leyen í viðtali við blaðið og bætti við: „Fimm­tíu pró­sent af þeim sem hafa verið at­vinnu­laus­ir til langs tíma hafa hvorki grunn- né starfs­mennt­un.“

Þá seg­ir hún sekt­ir vera íþyngj­andi en þeim verði að beita þegar for­eld­ar brjóti gegn ákvæðum skóla­laga. Að sögn von der Leyen væri einnig eðli­legt að veita laga­heim­ild til þess að hægt væri að kalla til lög­reglu í svona mál­um. Hún vildi þó ekki út­skýra ná­kvæm­lega hvað fæl­ist í þess­um hug­mynd­um sín­um, þ.e. hversu háar sekt­irn­ar yrðu og hversu al­var­legt skrópið þyrfti að vera áður en þeim yrði beitt.

Nán­ar má lesa um málið á frétta­vefn­um The Local.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert