Handtóku 11 ára þroskahamlaða stúlku

Asif Ali Zardari, forseti Pakistans.
Asif Ali Zardari, forseti Pakistans. BENOIT TESSIER

For­seti Pak­ist­ans hef­ur kraf­ist skýrslu um hand­töku ell­efu ára þroska­hamlaðrar stúlku sem er sökuð um að hafa van­helgað Kór­an­inn. Að sögn lög­regl­unn­ar var stúlk­an hand­tek­in í kristn­um hluta Islama­bad í síðustu viku eft­ir að hóp­ur fólks, hams­laus af bræði, krafðist þess að henni yrði refsað.

Að sögn emb­ætt­is­manna átti stúlk­an erfitt með að svara spurn­ing­um lög­regl­unn­ar skýrt og skil­merki­lega. For­eldr­um henn­ar hef­ur verið komið í ör­uggt skjól í kjöl­far hót­ana. Marg­ar kristn­ar fjöl­skyld­ur á svæðinu hafa flúið heim­ili sín eft­ir að óeirðir brut­ust út vegna máls­ins.

Ólík­ar frá­sagn­ir af at­b­urðunum hafa verið birt­ar í pakistönsk­um fjöl­miðlum. Segja sum­ir að stúlk­an sé með Downs-heil­kenni og aðrir að hún sé eldri en 11 ára. Þá er óljóst hvort stúlk­an brenndi blaðsíður úr Kór­an­in­um eða hvort síður úr hon­um hafi fund­ist í poka í fór­um henn­ar. Hvort sem gerðist, þá safnaðist hóp­ur fólks sam­an og krafðist þess að til aðgerða yrði gripið. Á lög­regl­an að hafa hikað við að hand­taka stúlk­una en látið und­an þrýst­ingi frá reiðum múgn­um sem hótaði að brenna heim­ili krist­inna fjöl­skyldna til grunna.

Rík­is­fjöl­miðlar greina frá því að frétt­ir af mál­inu hafi vakið at­hygli for­set­ans Asif Ali Zar­dari og hafi hann beðið inn­an­rík­is­ráðuneytið um að skila sér skýrslu um allt sem mál­inu teng­ist.

Mik­il umræða hef­ur verið í Pak­ist­an um hörð viður­lög við guðlasti. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa lengi vel kraf­ist um­bóta en sam­kvæmt lög­un­um varðar van­helg­un á Kór­an­in­um við lífstíðarfang­elsi. Þá hafa marg­ir þeirra sem hafa verið ásakaðir um guðlast verið myrt­ir af reiðum sam­borg­ur­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert