„Diplómatískt sjálfsmorð“ fyrir Bretland

Julian Assange ávarpar stuðningsmenn sína af svölum ekvadorska sendiráðsins í …
Julian Assange ávarpar stuðningsmenn sína af svölum ekvadorska sendiráðsins í London. AFP

Það væri diplóma­tískt sjálfs­morð af hálfu Breta ef þeir ætluðu sér að brjót­ast inn í sendi­ráð Ekvadors í London til að taka Ju­li­an Assange hönd­um. Þetta seg­ir for­seti Ekvadors, Rafa­el Cor­rea. 

Cor­rea seg­ir að með slíkri fram­komu myndu Bret­ar opna á það að friðhelgi þeirra eig­in sendi­ráða um all­an heim yrði hundsuð. For­set­inn kom fram í rík­is­sjón­varpi Ekvadors í gær­kvöldi og svaraði þar spurn­ing­um um deil­urn­ar sem standa um Assange, stofn­anda Wiki­leaks, sem hef­ur verið veitt hæli í Ekvador en sit­ur fast­ur í sendi­ráði þeirra í London. 

Aðspurður hvort hann teldi hugs­an­legt að bresk yf­ir­völd myndu ráðast inn í sendi­ráðið til að hand­taka Assange svaraði Cor­rea að á meðan Bret­ar hefðu hvorki séð að sér né beðist af­sök­un­ar væri sú hætta fyr­ir hendi. Ekki kom fram í viðtal­inu hvernig for­set­inn sér fyr­ir sér næstu skref í átt að því að flytja Assange úr sendi­ráðinu, en hann sagðist reiðubú­inn, ef þörf krefði, að leita til Sam­einuðu þjóðanna. 

Sam­tök Am­er­íku­ríkja munu funda á föstu­dag og sagðist Cor­rea vongóður um stuðning þar. „Munið að Davíð sigraði Golí­at, og ef Davíðarn­ir eru marg­ir þá er auðveld­ara að fella Golí­at,“ sagði Cor­rea og bætti við: „Bret­arn­ir segj­ast ekki hafa um neitt annað að velja en að fram­selja hann, en af hverju fram­seldu þeir ekki Augu­sto Pin­ochet?“

Rafael Correa forseti Ekvador
Rafa­el Cor­rea for­seti Ekvador AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert